Kringlan módel ofan í bolla

Kringlan

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 180 verslanir auk veitingastaða, kvikmyndahús og bókasafns.

Kringlan  liggur við götuna Kringluna. Hún opnaði þann 13. ágúst 1987 (Borgarkringlan opnaði 1991 sem sér verslunarmiðstöð við hlið Kringlunnar) og var ein af fyrstu verslunarmiðstöðvunum sem byggðar voru í Reykjavík en þar höfðu áður risið verslunarkjarnarnir Austurver, Suðurver, Glæsibær og Grímsbær auk Skeifunnar. Kjörgarður við Laugaveg var sem dæmi hannaður út frá innra sameiginlegu svæði, en Kringlan var samt sem áður fyrsta eiginlega verslunarmiðstöðin með innri göngugötu á tveimur hæðum og tugi verslana samankomna á einum stað.

Í Kringlunni er allt frá bókasafni, fasteignasölu, kvikmynda- og leikhúsi, til vín- og fataverslana. Miðstöðin hefur vaxið mikið á síðari árum og hefur hún verið talin ógnun við Laugaveginn og aðra verslunarkjarna.

Kringlan varð landsþekkt fyrir verslanir, kaffihús, veitingahús, snyrtistofur, skrifstofur og læknastofur, sérverslanir og stórmarkaði í sama húsnæðinu og hélt titlinum sem stærsta verslunarmiðstöð Íslands með um 40.000 fermetra í einungis 2 ár í viðbót eða þar til árið 2001 þegar Smáralindin opnaði um 62.000 fermetra verslunarmiðstöð í Smáranum í Kópavogi. 

Það er ávallt hlýtt og notalegt andrúmsloft í Kringlunni og alltaf nóg af bílastæðum. Komdu í Kringluna og eigðu frábæran dag með fjölskyldunni og gerðu góð kaup. 

Nánari upplýsingar á heimasíðu.

 

#borginokkar