Skip to main content

Jólaþorpið í Hafnarfirði


Jólaþorpið er opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin.

Eftir 15 ár hefur Jólaþorpið náð að heilla landsmenn alla og í auknu mæli ferðamennina sem kjósa að sækja landið heim. Hafnfirðingar sjálfir nýta tækifærið og bjóða í heimboð á aðventunni með viðkomu í jólaþorpinu.

Þannig hópast heilu stórfjölskyldurnar og vinahóparnir í miðbæ Hafnarfjarðar og njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir í nágrenninu eða söfn bæjarins, gagngert til að hafa það huggulegt á aðventunni. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Jólaþorpinu og notið aðventunnar í sannkölluðu jólaskapi. Nánar um jólaþorpið í Hafnarfirði.

Nánar um dagskrá aðventunnar í Hafnarfirði