• Heim
  • Jólaþorpið í Hafnarfirði

Jólaþorpið í Hafnarfirði

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 13-18 og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin. Í miðbæ Hafnarfjarðar er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu.

Vertu velkomin(n) að kíkja í litlu jólahúsin og verslanir, veitingastaði og söfn bæjarins í nágrenninu. Fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmisskonar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Þar er tilvalið að leita að hinni fullkomnu jólagjöf á meðan þú nýtur gómsætra veitinga sem ylja að innan.

Óvæntar uppákomur og öðruvísi jóladagskrá verður undirtónn hátíðarhaldanna þetta árið, með áherslu á ljósadýrð og skreytingar sem henta vel árferðinu og tryggja að allir geti notið hennar af öryggi og án hópamyndana. Jólasveinarnir koma í heimsókn á laugardögum og Grýla verður á vappi um bæinn á sunnudögum til að athuga hvort að allir séu ekki duglegir að spritta og þvo – því annars er hætta á kartöflum! Höfum það huggulegt saman á aðventunni.

Nánar um jólaþorpið í Hafnarfirði.

 

#borginokkar