Skip to main content

Jólamarkaður og jólaskógur Skógræktarfélags Reykjavíkur


Jólamarkaðurinn að Elliðavatnsbæ í Heiðmörk er haldin ár hvert af Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Þar er mikil og ljúf jólastemming á aðventunni, og ánægjulegt að sjá að heimsókn á jólamarkaðinn hefur fest sig í sessi sem aðventuhefð hjá mörgum fjölskyldum. 

Jólamarkaðurinn á Elliðavatnsbæ verður opinn um helgar frá  28. nóv til 20. des klukkan 12:00 til 17:00. Hugsjón Jólamarkaðsins er að stuðla að fjölskylduupplifun í vetrarparadís þar sem fólk kemur og nýtur sín í skóginum og getur fundið fallegar og nátturulegar vörur fyrir hátíðarnar.

Jólamarkaðurinn á Elliðavatni er dásamlegur staður, til að flýja ys og þys borgarinnar um stund, og til að finna réttu jólastemninguna í friðsælu og fallegu umhverfi.

Munið – það tekur aðeins 15 mínútur að aka frá miðbæ Reykjavíkur að Elliðavatnsbænum í Heiðmörk. Nýhöggvin íslensk jólatré af ýmsum stærðum verða á boðstólum á Jólamarkaðnum. Í boði er stafafura, rauðgreni, blágreni, sitkagreni og fjallaþinur. Sjá nánar: Jólamarkaður að Elliðavatnsbæ

Jólaskógurinn á Hólmsheiði 

Það er orðin sterk hefð hjá mörgum fjölskyldum að koma í Jólaskóg Skógræktarfélags Reykjavíkur á aðventunni og höggva sitt eigið jólatré. Jólaskógurinn á Hólmsheiði opnar 28. nóvember 2020 en þar er hægt að höggva sjálfur jólatré. 

Íslensk jólatré eru vistvæn og sjálfbær. Þau eru ræktuð án eiturefna og eru ekki flutt á milli landa. Í staðinn fyrir hvert tré sem höggvið er gróðursetur Skógræktarfélag Reykjavíkur 50 plöntur.

Skógarmannakaffi mun krauma allan liðlangan daginn og Jólaskógakaffivagninn selur kakó með rjóma, kökur og annað gotterí. Það er sannkölluð jólastemning í skóginum!

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk verður opinn helgarnar frá 28.11 -20.12

frá klukkan 12:00 til 17:00

28.-29 nóvember

05.-06.desember

12.-13. desember

19.-20. desember.

Félagsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur fá 15% í afslátt.