A bridge in the botanical garden
  • Heim
  • Grasagarðurinn

Grasagarðurinn

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni. Hlutverk Grasagarðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka.

Grasagarðurinn var stofnaður árið 1961 og er rekinn af Reykjavíkurborg. Hlutverk garðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka. 

Grasagarðurinn stendur fyrir fjölbreyttri fræðslu fyrir almenning og skólahópa. Markmið fræðslunnar er að nýta hin margvíslegu plöntusöfn til fræðslu um umhverfið, garðyrkju, grasafræði, dýralíf, garðmenningu og grasnytjar sem og til eflingar útiveru og lýðheilsu.

Í garðinum eru varðveittir um 5000 safngripir af um 3000 tegundum. Plöntunum er komið fyrir í 8 safndeildum og gefa hugmynd um fjölbreytni gróðurs í tempraða beltinu nyrðra.

Langar hópinn þinn að fá leiðsögn um Grasagarðinn?

Tekið er á móti skóla-, vinnustaða- og félagahópum allan ársins hring eftir samkomulagi.

Bókanir og nánari upplýsingar má fá í síma 411-8650 virka daga kl. 9-15 eða með því að senda tölvupóst.

Leikskólar og grunnskólar geta bókað eftirfarandi fræðslubakpoka til notkunar á staðnum:

  • Plöntubakpoka
  • Fuglaskoðunarbakpoka
  • Lífveruleitarbakpoka
  • Smádýrabakpoka (15. maí - 15. september)

Sjá meira

#borginokkar