Skip to main content

Grafarholtsvöllur


Grafarholtsvöllur var hannaður af Svíanum Nils Sköld og er rúmlega 50 ára gamall. Hann hefur haldist vel og er enn þann dag í dag meðal bestu valla landsins.

Völlurinn er hæðóttur og getur reynst erfiður viðureignar, sér í lagi óreyndum kylfingum. Það er þó mál manna að þegar golfið gengur vel þá eru fáir vellir skemmtilegri en Grafarholtsvöllur. Völlurinn hefur iðulega verið notaður í Íslandsmótum og öðrum stærri golfmótum.

Önnur afþreying

Skógræktarfélag Reykjavíkur

Skógræktarfélag Reykjavíkur er sjálfstætt starfandi áhugamannafélag um skógrækt í Reykjavík og eitt af tæplega 60 skógræktarfélögum innan vébanda Skógræktarfélags Íslands. Hlutverk félagsins er að vinna að skógrækt, trjárækt og landbótum í Reykjavík og víðar.

Golf Iceland

Golf Iceland er ferðamálaskrifstofa fyrir golfferðir á Íslandi. Á vefsíðunni þeirra færðu upplýsingar um gólf námskeið og fleira.

Laugardalur

Laugardalurinn er án efa vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga enda er svæðið einstaklega heppilegt fyrir útiveru, skjólgott og gróðursælt með vel skipulagða göngu- og hjólastíga. 
.

Esja

Esja er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins en hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistarsvæði, til að mynda við skógræktina við Mógilsá