desember 16, 2021

Betri Stofan opnar í Hafnarfirðinum

Opnað hefur verið fyrir glæsilegt húsnæði á efstu hæð Fjarðarins sem kallast Betri Stofan, og er fyrir einstaklinga, fyrirtæki, félög og stofnanir sem vilja hafa aðstöðu til að vinna, hittast eða funda á besta stað í miðbæ Hafnarfjarðar.

Síðasta árið hafa sífellt fleiri tekið uppá því að vinna heima fyrir, en ef til vill margir orðnir leiðir á sinni vinnuaðstöðu þar. Þá hafa margir brugðið á það ráð að skella sér á kaffihús með tölvuna eða jafnvel bókasafn. Betri Stofan býður fólki sem vill bregða sér útaf vananum og vinna eða njóta í rými sem er eitt það glæsilegasta í sínum flokki með ótrúlega fallegt útsýni.

Betri Stofan er staðsett á 7. hæð í Firðinum og tekur 70-90 manns í sæti. Á staðnum er lyfta og næg bílastæði, og hægt er að bóka tvö fundarherbergi.

Fyrir ítarlegri upplýsingar um Betri Stofuna heimsæktu heimasíðuna þeirra hér

#borginokkar