.
  • Heim
  • Aðgengi fyrir fatlaða

Aðgengi fyrir fatlaða

Gott aðgengi er lykillinn að því að hreyfihamlað (fatlað) fólk geti verið fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Fötlun fólks getur verið margvísleg, svo sem skert hreyfigeta handa eða fótleggja eða sjónskerðing.  Ennfremur þurfa flestir á sérstöku aðgengi að halda einhvern tímann á ævinni vegna tímabundinna aðstæðna eins og handleggsbrots, þungunar og þegar fólk er með börn í kerru.  Margir eldri borgarar þurfa líka á sérstöku aðgengi að halda vegna skertrar hreyfigetu fyrir aldurs sakir. 

Símaappið TravAble  veitir upplýsingar um aðgengi víða í samfélaginu s.s. í verslanir, gististaði,  veitingastaði og ferðamannastaði. Þá setur fólk sem nýtir appið inn aðgengisupplýsingar frá stöðum er það heimsækir. Þarna eru að safnast saman mikið magn upplýsinga um aðgengi fatlaðra að fjölda staða á Íslandi.

Hér á síðu Sjálfsbjargar Landsambands hreyfihamlaðra, er hægt að skoða aðgengi á veitingastöðum, söfnum, kaffihúsum, leikhúsum og ýmsu fleira 

 

#borginokkar