Trekant Jóels

Dagsetningar
26, febrúar 2015
Opið frá: 21.00 - 22.30

Vefsíða http://www.mengi.net
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Jóel Pálsson saxófónleikari býður gítarleikurunum Guðmundi Péturssyni og Hilmari Jenssyni í tónlistarlegan trekant í Mengi þ.26.febrúar. Efnisskráin verður handahófskennd en eins og í öllum góðum treköntum má búast við klóri, strokum, ýlfri og stunum frá félögunum þar sem togast á frjáls leikur og meitlaðar fyrirskipanir.
Jóel Pálsson hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi að undanförnu og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum á ólíkum sviðum tónlistar. Eftir að hafa útskrifast frá Tónlistarskóla FÍH og Tónmenntaskóla Reykjavíkur hélt hann til náms við Berklee College of Music í Boston, Bandaríkjunum og útskrifaðist þaðan 1994. Jóel hefur leikið á fjölda hljómplatna og komið fram í Evrópu, USA, Kanada og Kína á tónleikum og tónlistarhátíðum.
Hefst kl. 21 og miðverð er 2.000 kr.

Svipaðir viðburðir

Sýningaropnun: Hugsandi haugur
Reykjavík Cocktail Weekend
Faustina - Barokkbandið Brák & Herdís Anna Jónasdóttir
Hádegistónleikar í Hafnarborg – Áslákur Ingvarsson
Leslyndi með Fríðu Ísberg
Naglinn | Grein
Fimmtudagurinn langi - mars - myndlist í borginni
Hannyrða- og bókahittingur
Flæðarmál
Lesfriður | Þú og bókin
Stuart Rich­ardson │Undir­alda
Hugrækt í hádeginu í Ásmundarsafni
Reykjavík ... sagan heldur áfram
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar