Þín eigin bókasafnsráðgáta | Sýning og ratleikur

Gerðuberg 3, 111 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Gerðubergi
02, október 2021 - 30, apríl 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 13.00 - 17.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/thin-eigin-bokasafnsradgata
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Ráðgátusnillingar nær og fjær! Gerðubergur þarf á ykkur að halda. Villtar ævintýrapersónur, verur úr öðrum víddum og skuggalegar vofur hafa tekið yfir bókasafnið. Kíkið á sýninguna og takið þátt í ratleik þar sem þið stjórnið framvindunni. Þín eigin bókasafnsráðgáta er ratleikur þar sem þið ráðið hvað gerist!

Allt að 6 þátttakendur geta verið í hverjum hópi.

Hvaða gátu langar ykkur að leysa?
- Ævintýraráðgátan – létt og skemmtileg!
- Vísindaráðgátan – reynir á þolinmæði og samvinnu hópsins! -
- Hrollvekjuráðgátan – fyrir þau sem vilja flækja hlutina örlítið meira!

Skráðu hópinn þinn til leiks á vefsíðu Borgarbókasafnsins. Þú velur dag- og tímasetningu og ráðgátuna sem hentar hópnum þínum best. Og það er ekkert sem mælir á móti því að takast á við allar þrjár ráðgáturnar. Við viljum fá ykkur sem oftast í heimsókn!

Svipaðir viðburðir

uppreisn
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar