Neyzlan – Reykjavík á 20. öld | Árbæjarsafn

Kistuhylur 4, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Árbær open air museum
24, apríl 2020 - 31, maí 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 08.00 - 23.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Neyzlan – Reykjavík á 20. öld er yfirskrift sýningar í Lækjargötuhúsi á Árbæjarsafni. Tuttugasta öldin var tími mikilla breytinga. Þá urðu heimssögulegir atburðir sem höfðu áhrif á samfélög um allan heim og réðu miklu um daglegt líf fólks. Eitt af megineinkennum 20. aldar, umfram önnur tímabil, er sífellt aukin framleiðsla og neysla. Sýningin NEYZLAN er tilraun til þess að horfa til baka á sögu okkar út frá sjónarhorni neyslumenningar og öðlast þannig skilning á því hvernig daglegt líf breyttist á liðinni öld og hvaða öfl það eru sem þar hafa verið að verki – og eru enn Á sýningunni er litið inn á heimilið og þaðan út í heiminn. Þótt fólk fái sumu ráðið um eigið líf er þó víst að ramminn um það markast af pólitískum og efnahagslegum aðstæðum, bæði heima fyrir og úti í heimi. Njótið!

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar