Komdu að leika! Útleikir í Árbæjarsafni

Dagsetningar
05, ágúst 2018 - 02, ágúst 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 13.00 - 16.00

Vefsíða http://www.borgarsogusafn.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Um verslunarmannahelgina verður venju samkvæmt blásið til fjölbreyttrar leikjadagskrár á Árbæjarsafni. Frá kl. 13:00, bæði sunnudaginn 5. ágúst og mánudaginn 6. ágúst, geta gestir keppt í pokahlaupi, skjaldborgarleik og reiptogi, svo nokkuð sé nefnt. Á safninu er fjölbreytt úrval af útileikföngum sem krökkum býðst að nota að vild, svo sem húla-hringir, snú-snú, kubb og stultur og síðast en ekki síst flottir kassabílar. Þá verður hægt að grípa í badmintonspaða og á gamaldags róluvelli eru rólur, vegasalt og sandkassi. Á sunnudeginum 6. ágúst mun sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjóna fyrir altari í litlu kirkjunni á Árbæjarsafni kl. 11. Kór Árbæjarkirkju syngur og Krisztina Kalló Szklenár leikur undir á orgel. Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni – eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar