Koddahjal - Endurhlaða | Innsetning

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Grófinni
10, júní 2021 - 24, júní 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 11.00 - 17.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/syningar/koddahjal-endurhlada-innsetning
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Koddahjal - Endurhlaða eftir Sonju Kovačević er innsetning sem gefur áhorfandanum innsýn í lif hælisleitenda og flóttamanna á Íslandi.

Framsetningin er einföld; hátalarar hafa verið settir á samanbrjótanlega bedda, eins og notaðir eru sem rúm fyrir hælisleitendur og úr hátölurum heyrast síðan fjölmargar ólíkar frásagnir.

Áhorfandanum býðst að leggjast niður og hlusta. Frásagnirnar hafa verið settar saman af kostgæfni með það í huga til að veita innsýn í líf manneskjunnar sem þær lýsa, og til að gefa áhorfendanum færi á að tengjast „sögu flóttamanns“ á nýstárlegan hátt. Um leið sér áhorfandinn á svipmyndir úr gagnvirkri sýningu sem veita frekari viðbótar upplýsingar og dýpri innsýn.

Sonja Kovačević er austurískur leikhúsframleiðandi sem búsett er á Íslandi. Inn í verk hennar fléttast áhugi á að skoða mikilvæg umræðuefni í samtímanum og á að skapa leikhús sem brúar bilið milli kenninganna og framsetningarinnar. Upp úr þessari blöndu verður oft til vinna með jaðarsettum hópum í samfélaginu.

Sonja mun einnig leiða vinnustofu sem haldin verður um þvermenningarlega viðkvæmni. Vinnustofan verður haldin á ensku og íslensku og allir eru velkomnir að taka þátt!
Verið velkomin á opnun þann 15. apríl á jarðhæð Borgarbókasafnsins í Grófinni en innsetningin verður í opin út apríl.

Koddahjal – Endurhlaða er á ensku

Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, Sérfræðingur - Fjölmenningarmál
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar