Femínismi gegn fasisma - #IWD

Dagsetningar
08, mars 2015
Opið frá: 15.00 - 17.00

Vefsíða http://reykjavik.is/frettir/fundur-i-idno-althjodlegum-barattudegi-kvenna-8-mars
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó þann 8. mars næstkomandi eins og undanfarin ár. Þar munum við leita svara við þeirri spurningu hvort stjórnmálaþátttaka kvenna eða hugmyndafræði femínismans geti veitt svör eða andspyrnu við vaxandi fylgi hægriöfgaflokka innan Evrópu.

Fundurinn verður með hátíðarsniði vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á árinu og verður því boðið upp á pallborðsumræður að loknum framsögum þeirra Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, Drífu Snædal og Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Í pallborði munu auk þeirra eiga sæti Margrét Steinarsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir.

Fundarstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir og umræðum stýrir Gyða Margrét Pétursdóttir. Hljómsveitin Eva spilar. Öll velkomin!

Svipaðir viðburðir

Krakkar sýna leikrit
Syngdu mér sögu
Uppáhalds dýrin okkar
Börnin endurskapa þjóðminjar
Reflar og skildir
Lúðrasveitin Svanur
Krakkaþing Fíusólar - Opin dagskrá
Kóngaklæði, kanína og Hvalsá
Alheimur, hvað er hljóð?
Kósýhorn Borgarbókasafnsins
Opnunarhátíð UNGA sviðslistahátíðar
Gróður í Grafarvogi
Maximús Músíkús
Tumi fer til tunglsins
Nýjustu töfrar og vísindi
Hljómferðalag með Dj. Flugvél og geimskip
Litli Punktur og stóri Punktur
Stemmari
Fellakrakkar
Celebs

#borginokkar