Skip to main content

Uppahaldssidur

Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn

Í garðinum eru fleiri dýr en margan grunar. Íslensk húsdýr, villt íslensk spendýr, fuglar og framandi dýr frá ýmsum heimshornum.
.

Bláfjöll

Bláfjöll er stærsta skíðasvæðið á Íslandi og þekkt fyrir sína sérstöku náttúrufegurð.
.

Skautahöllin

Almenningur hefur greiðan aðgang að höllinni en jafnframt hefur Skautafélag Reykjavíkur sína æfingu og keppnisaðstöðu í húsinu.

Berg Contemporary

BERG Contemporary er fjölbreyttur vettvangur fyrir samtímalist. Galleríið setur upp verk upprennandi og þekktra myndlistarmann og endurspeglar líðandi stund í gegnum framúrstefnulegt sýningarstarf.

Safnahúsið

Sýningin gefur gestum færi á að skoða söfn sex mismunandi menningarstofnana: frá þúsund ára gömlum fjársjóðum yfir í það nýjasta í íslenskri myndlist.

Landnámssýningin

Landnámssýningin byggir á kenningum fræðimanna um það sem fornleifar í Reykjavík geta sagt okkur um líf og störf þeirra sem fyrst settust hér að.

Sögusafnið

Í þessu fjölbreytta og lifandi safni gefst gestum færi á að kynnast Íslandssögunni á skemmtilegan og fræðandi hátt.
.

Þjóðminjasafn Íslands

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun í eigu íslenska ríkisins. Því er ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu.

Marshallhúsið

Í dag eru í Marshallhúsinu 3 menningarstofnanir: Nýlistasafnið, Gallerí Kling & Bang og Stúdíó Ólafur Elíasson. Á jarðhæð er að finna veitingahús sem leggur áherslu á sjávarrétti og bragðgóða drykki.

Nýlistasafnið

Nýló er listamannarekið safn og sýningarrými, vettvangur uppákoma, umræðna og gagnrýnar hugsunar.

Pönksafn Íslands

Pönksafnið heiðrar tónlist og tíðaranda sem hefur mótað tónlistarmenn og hljómsveitir til dagsins í dag, fólk sem þorði að vera öðruvísi.

Hið Íslenzka Reðasafn

Hið Íslenzka Reðasafn er væntanlega hið eina sinnar tegundar í heiminum, þar sem saman hefur verið safnað reðum af allri spendýrafánu eins lands.