Skip to main content

Þriðjudagsgöngur í miðborginni


Hægt er að fara í létta göngu með leiðsögn á hverjum þriðjudagi í sumar til og með 28. júlí. Göngurnar eru hugsaðar sem fjölbreytt og stundum fróðleg afþreying í miðborginni síðdegis á þriðjudögum og kostar ekkert fyrir þátttakendur. Göngurnar taka um eina til tvær klukkustundir, fer eftir lengd stoppa.

Alltaf eru gerðar léttar Mullers-æfingar tíu mínútum fyrir upphaf göngu og hefur fólk því val hvort það mæti snemma til að taka þátt í æfingunum. Eftir göngu er síðan tilvalið að setjast inn á einhver af fjölmörgum veitingahúsum miðborgarinnar og fá sér hressingu.

Göngurnar eru í umsjón Vesens og vergangs í samvinnu við Sumarborgina og má skoða dagskrána hér.