Sólfarið

Sæbraut 91, Reykjavík 105, 5515789

Vefsíða: https://sunvoyager.is/

Sólfarið er óður til sólarinnar og felur í sér fyrirheit um ónumið land, von, leit, framþróun og frelsi.

Í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar árið 1986 efndu íbúasamtök Vesturbæjar til samkeppni um útilistaverk. Sólfarið varð fyrir valinu og var frummyndin gefin Reykjavíkurborg til stækkunar. Sólfarið var sett niður við Sæbraut í fullri stærð og afhjúpað á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 1990.

Sólfarið er vinsæll ferðamannastaður og tilvalið til ljósmyndunar þar sem Esjan sést vel í bakgrunn

#borginokkar