Seltun_1

Krýsuvík

Krýsuvík, Grindavík 241, 5855500

Vefsíða: https://hafnarfjordur.is/stadur/krysuvik/

Krýsuvík er jarðhitasvæði sunnan við Kleifarvatn. Það er fornt höfuðból sem lagðist í eyði á síðustu öld og er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Hvernig væri að fara í bíltúr með fjölskylduna í Krýsuvík og sjá gufustrókana stíga til himins? Hvernig væri að fara í bíltúr með fjölskylduna í Seltún í Krýsuvík? Þar má sjá gufustrókana stíga til himins, virða fyrir sér sjóðandi leirhverina og hverahvamma sem skarta grænum, gulum og rauðleitum litum. Krýsuvík er ein fegursta náttúruperla Íslands og fjölbreytt litadýrð náttúrunnar á hverasvæðinu við Seltún hefur heillað marga listamenn. Stórbrotið landslag Krýsuvíkur er vel fallið til útivistar og náttúruskoðunar. Hér ber einna hæst sprengigíginn Grænavatn, leirhverina við Seltún og Kleifarvatn að ógleymdum Sveifluhálsi og síðast en ekki síst Krýsuvíkurbjargi, sem er eitt stærsta fuglabjarg landsins.

#borginokkar