Golfklúbburinn Keilir

Steinholt 1, Hafnarfjörður 220, 5653360

Opnunartími:
mán - sun: 8.00am - 22.00pm

Vefsíða: keilir.is

Hvaleyrarvöllur hefur um árabil þótt einn allra fremsti golfvöllur Íslands og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar því til staðfestingar. Sumarið 2017 voru þrjár nýjar brautir teknar í notkun á Hvaleyrinni í stað eldri brauta. Tókust breytingarnar afar vel upp en fyrst var keppt á þeim á Íslandsmótinu í höggleik 2017.

Fyrri 9 holur vallarins, Hraunið, eru lagðar í hraunbreiðu sem getur reynst kylfingum afar erfið viðureignar missi þeir boltann út af brautum.

Seinni 9 holur vallarins, Hvaleyrin, er af ætt links-golfvalla þar sem sjórinn og djúpar sandglompur koma mikið við sögu.

#borginokkar