ulf_litil_inngangur

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

Úlfarsbraut 122, Reykjavík 113, 4116100

Opnunartími:
mán - fös: 6.30 - 22.00
lau - sun: 9.00 - 22.00

Vefsíða: https://borgarbokasafn.is/bokasofn/ulfarsardalur

Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal er nýjasta bókasafn borgarinnar. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af bókum, borðspilum og tímaritum. Auk þess sem notendur hafa aðgang að tölvuveri, hljóðveri, smiðju og sal. Ef ykkur finnst eitthvað vanta í safnkostinn endilega látið okkur vita.

Borgarbókasafnið deilir húsnæði með skólum, sundlaug og íþróttamiðstöð hverfisins. Bókasafnið er opið á opnunartíma sundlaugarinnar og þá er ykkur velkomið að nýta ykkur safnið, finna bók, skila bók eða bara njóta þess að slaka á, svo lengi sem ljósin eru kveikt. Á þjónustutíma er starfsfólk okkar tilbúið að aðstoða og veita ykkur upplýsingar.

Það er sem sagt tvennskonar fyrirkomulag á almennri þjónustu við gesti safnsins, annarsvegar þjónustutími þar sem starfsfólk safnsins er inn á safninu og aðstoðar gesti eftir þörfum og hinsvegar opnunartími þar sem gestir notast við sjálfsafgreiðsluvélar og upplýsingarskjái en starfsfólk sundlaugarinnar getur þó aðstoðað ef nauðsyn krefur.

Opnunartími safnsins helst því í hendur við opnunartíma sundlaugarinnar, þannig opnar safnið snemma og lokar seint. Við erum til húsa við Úlfarsbraut 122-124. Mjög gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða frá bílastæði við aðalinngang, önnur bílastæði eru við Dalskóla eða Framheimilið. Lyfta er í húsinu. Strætó nr. 18 stoppar við Úlfarsbraut. Sjá nánar á vefsíðu Strætó.

Hjólastæði 

Hjólaskýli er við norðurhlið hússins með mörgum stæðum.  

Bílastæði og inngangur 

Almenn bílastæði fyrir notendur eru við íþróttahús Fram. Mjög gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða  eða önnur sem eiga erfitt með gang, frá bílastæði við aðalinngang. Bílastæðin er gjaldfrjáls. Það eru engir þröskuldar í húsinu. 

Lyftur 

Húsið er á tveimur hæðum. Bókasafnið er til vinstri þegar komið inn um aðalinngang hússins. Til hægri er afgreiðsla fyrir sundlaugargesti. Lyfturnar eru staðsettar inn af afgreiðslu hægra megin.  

Barnavagnar 

Velkomið er að koma með barnavagna inn á safnið. Geyma má vagna í anddyri. 

Salerni 

Á efri hæð eru 4 salerni þar af eitt fyrir hreyfihamlaða. Þar er einnig skiptiborð fyrir ungbörn. Á neðri hæð eru 4 salerni, þar af eitt fyrir hreyfihamlaða. Öll salerni eru ókyngreind.  

Nestisaðstaða 

Það er notalegt að setjast við kaffihúsaborðin við afgreiðsluna eða við langa gluggann sem snýr út að sundlauginni til snæða nesti.  Hraðsuðuketill og pelahitari er við vaskinn hjá Krílahorni.  

Hljóðvist og lýsing 

Almenningsbókasöfn eru oft á tíðum erilsöm enda staður fyrir fólk að koma saman á. Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal er líka skólabókasafn Dalskóla. Talsvert er um heimsóknir ýmissa hópa og fjölbreyttir viðburðir í boði, jafnt á virkum dögum sem og um helgar. Eins er Dalslaug vinsæl laug og á virkum dögum yfir vetrartímann koma hópar grunnskólabarna í sundkennslu. Þrátt fyrir þetta er oft hægt að hitta á rólegar stundir og mögulegt að koma sér vel fyrir á notalegum stað til að sökkva sér niður í lestur, vinnu eða lærdóm. Hægt er að koma sér fyrir í þægilegum sófum eða við borð í lestraraðstöðu. Hljóðvistin er víðast mjög góð í húsinu nema þá helst í miðrými hússins; anddyri og við skólamötuneyti á neðri hæð. Hljóð heyrist frá sjálfsafgreiðsluvélum. Led ljós eru í loftum en birtan almennt frekar mild en dagsbirtu nýtur við glugga.  

Leiðsöguhundar eru velkomnir á safnið

Unnar Geir Unnarsson er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Úlfasárdal, unnar.geir.unnarsson@reykjavik.is

 

#borginokkar