Skip to main content

Þjóðleikhúsið


Þjóðleikhúsið hefur verið leiðandi stofnun á sviði leiklistar á Íslandi allt frá opnun þess árið 1950.

Þjóðleikhúsið sýnir fjölbreytt úrval sviðsverka sem er ætlað að höfða til ólíkra áhorfendahópa, með það að markmiði að efla og glæða áhuga landsmanna á list leikhússins og auðga leikhúsmenningu í landinu. Í Þjóðleikhúsinu eru settar á svið framúrskarandi leiksýningar sem skemmta áhorfendum, ögra þeim, vekja þá til umhugsunar og veita þeim innblástur.

Á verkefnaskránni eru að jafnaði ný og eldri innlend og erlend verk, klassískar leikbókmenntir, söngleikir og barnasýningar, sem og sýningar af ýmsu tagi unnar í samstarfi við leikhópa, danslistafólk og listastofnanir. Sérstök rækt er lögð við innlenda nýsköpun og ný íslensk leikverk. Þjóðleikhúsið leggur einnig ríka áherslu á að efla áhuga og skilning yngri kynslóða á leikhúsinu með sýningum fyrir börn og unglinga og fræðslustarfi. Leikið er á fimm ólíkum leiksviðum í leikhúsinu, en Þjóðleikhúsið sýnir einnig sýningar á leikferðum um landið.

Önnur afþreying

Nýlistasafnið

Nýló er listamannarekið safn og sýningarrými, vettvangur uppákoma, umræðna og gagnrýnar hugsunar.

Hólavallagarður

Hólavallagarður er stór kirkjugarður í vesturbæ Reykjavíkur. Fyrst var grafið í hann árið 1838 og er hann stærsti íslenski kirkjugarðurinn frá 19. öld.

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð vorið 1950 og hefur um langt árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum enda fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis.
Perlan Museum

Perlan

Perlan samanstendur af gríðarstóru glerhvolfi sem hvílir ofan á sex hitaveitugeymum. Í Perlunni er hægt að heimsækja jökla, stjörnur og íshella.