Skip to main content

Teljum fána


Njótum dagsins og finnum fánana!

Við hvetjum borgarbúa til að skreyta hús og híbýli með íslenska fánanum og taka þátt í leiknum Teljum fána. Leikurinn er innblásin af vinsælustu afþreyingu ársins. Á þjóðhátíðardegi teljum við fána í stað bangsa. Vegfarendur geta svo reynt að koma auga á fána í gluggum, görðum, á girðingum eða annars staðar í hverfinu. Tvenn verðlaun verða í boði fyrir þá sem senda inn fánatölur á 17@reykjavik.is 

Vinningar í boði eru: Gjafapokar frá Safnbúðum Reykjavíkur, gjafabréf fyrir fjölskylduna í Húsdýragarðinn, Menningarkort Reykjavíkur og miðar í Fly over Iceland.