Skip to main content

Sögusafnið


Í þessu fjölbreytta og lifandi safni gefst gestum færi á að kynnast Íslandssögunni á skemmtilegan og fræðandi hátt.

Gestir eru leiddir í gegnum atburði í sögu Íslendinga með hljóðleiðsögn þar sem eftirmyndir af sögufrægum persónum taka á móti þeim. Gestum er einnig boðið uppá að máta vopn og klæði víkinga og finna sinn eigin innri víking.

Við erum á Facebook og Instagram

Önnur afþreying

Safnahúsið

Sýningin gefur gestum færi á að skoða söfn sex mismunandi menningarstofnana: frá þúsund ára gömlum fjársjóðum yfir í það nýjasta í íslenskri myndlist.

Hólavallagarður

Hólavallagarður er stór kirkjugarður í vesturbæ Reykjavíkur. Fyrst var grafið í hann árið 1838 og er hann stærsti íslenski kirkjugarðurinn frá 19. öld.

Borgarleikhúsið

Frá opnun Borgarleikhússins hefur Leikfélag Reykjavíkur staðið fyrir metnaðarfullu starfi. Hjarta leikhússins er leikhópurinn sem flutti stoltur frá ,,gamla miðbænum“  í ,,nýja miðbæinn“ og hefur að jafnaði staðið fyrir öflugri en jafnframt fjölbreyttri verkefnaskrá ár hvert.

Grasagarðurinn

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni. Í garðinum eru varðveittir um 5000 safngripir af um 3000 tegundum.