• Heim
  • Skemmtigarðurinn í Grafarvogi

Skemmtigarðurinn í Grafarvogi

Skemmtigarðurinn býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Fótboltagolf, minigolf, afmælisveislur, úti lasertag, paintball, hópefli, fjölskyldudagar fyrirtækja, archery tag, þrautaleiki, ratleiki og grillveislur á sveitabarnum.
Við förum hvert á land sem er með skemmtunina til þín, ferðalasertag, hópefli, ratleiki ofl. þar sem við sníðum skemmtunina að ykkar þörfum.

Skemmtigarðurinn er mest í því að taka á móti smáum eða stórum hópum. Í flestar okkar afþreyingar er lágmarksfjöldi 6 manns til að bóka. Við erum ekki með opnunartíma heldur erum við með opið á þeim tímum sem hóparnir vilja koma til okkar. Til að skoða verð og lausa tíma þá veljið þá afþreyingu sem heillar ykkur og þar koma fram allar upplýsingar sem þið þurfið. Þið getið líka skoðað tilboðspakkana okkar þar sem við höfum sett saman okkar vinsælustu afþreyingar.

Frá Gullinbrú er keyrt beina leið u.þ.b. 1 km og þá blasir við stórt sjóræningjaskip á vinstri hönd.
Bílastæði fyrir minigolf taka á móti ykkur beint við innganginn.
Bílastæði fyrir litbolta, lasertag og hópefli eru 50 metrum innar á svæðinu.
Skrifstofa Fjöreflis ehf (sem á Skemmtigarðinn í Grafarvogi) er í 112 Reykjavík.

#borginokkar