Skip to main content

Skautasvell Ingólfstorgi


Höldum gleðinni gangandi og skautum saman inn í jólin!

Novasvellið opnar laugardaginn 28. nóvember klukkan 12:00! Novasvellið er orðið fastur partur af jólaundirbúningi okkar allra og við höldum auðvitað gleðinni gangandi þó á móti blási.

Jólaandinn mun svo sannarlega svífa um svellið. Í ár getur þú bókað þína jólastund á Novasvellinu og notið þess að skauta með þínu uppáhalds fólki. Við látum að sjálfsögðu vita þegar hægt verður að bóka sig á svellið. Fjórtándi jólasveinnin, Grímusníkir, verður á staðnum og passar uppá að allir eigi Novaleg jól!

Novasvellið er opið flest alla daga í desember frá kl. 12:00 – 21:00.

Þorláksmessa 12:00 - 21:00
LOKAÐ á Aðfangadag
LOKAÐ Jóladag
Annar í jólum: 12:00-20:00
Gamlársdagur: 12:00 - 16:00

 

Sjá nánar Novasvellið á Ingólfstorgi