Skip to main content

Sjóminjasafnið í Reykjavík


Hlutverk Sjóminjasafnsins er að safna og miðla sögu og minjum tengdum sjó og sjómennsku, einkum þeim sem gildi hafa fyrir sögu Reykjavíkur.

Á annarri hæð safnsins er grunnsýningin Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár en sýningin var opnuð 9. júní 2018. Á sömu hæð er lítill salur sem nefnist Hornsílið. Þar eru settar upp tímabundnar sýningar. Á jarðhæð er stór salur sem nefnist Vélasalurinn og þar eru einnig settar upp tímabundnar sýningar.

Varðskipið Óðinn er hluti af Sjóminjasafninu og um leið ein helsta sýning safnsins. Skipið kom til safnsins árið 2008 og er varðveitt í því ástandi sem það kom. Boðið er upp á leiðsögn um Óðinn þrisvar á dag auk þess sem skipið er opið gestum á hátíðisdögum sem er þá sérstaklega auglýst. Í leiðsögn er gengið um skipið, sagt frá sögu þess, lífinu um borð og því hlutverki sem að það gegndi hjá Landhelgisgæslu Íslands.

Önnur afþreying

Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir

Á Kjarvalsstöðum eru reglulega sýningar á verkum Jóhannesar S. Kjarvals (1885 -1972) enda skipar hann sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu sem einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar fyrr og síðar.  

Gallerí Fold

Að jafnaði býður Gallerí Fold verk um 60 íslenskra úrvalslistamanna. Auk þess tekur galleríið verk í endursölu frá einstaklingum og fyrirtækjum, bæði í beina sölu og á uppboð. Því er ávallt gott úrval fjölbreyttra verka á boðstólnum hjá okkur.

Hólavallagarður

Hólavallagarður er stór kirkjugarður í vesturbæ Reykjavíkur. Fyrst var grafið í hann árið 1838 og er hann stærsti íslenski kirkjugarðurinn frá 19. öld.

Þjóðskjalasafn

Þjóðskjalasafn er stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og þróun byggðar og mannlífs í landinu.