Skip to main content

Sambíóin


Sambíóin eru fimm talsins. Í Reykjavík eru bíóhúsin í Álfabakka í Breiðholti og í Kringlunni.

Sambíóin Álfabakka var byggt árið 1982 og er eitt fullkomnasta kvikmyndahús á landinu.

Þetta var fyrsta kvikmyndahúsið á norðurlöndum sem var búið THX hljóðkerfinu. Bíóið var fyrst kvikmyndahúsa á Íslandi til að bjóða uppá frumsýningar glænýrra kvikmynda sem oft voru sankallaðar evrópufrumsýningar.

Önnur kvikmyndahús á þessum tíma buðu uppá kvikmyndir sem voru orðnar tveggja ára eða eldri. Sambíóin Álfabakka brutu margar hefðir sem fyrir voru þegar það var opnað og má segja að með tilkomu þess hafi bíómenning Íslands byrjað fyrir alvöru.

Sambíóin álfabakkka er í dag búið 6 kvikmyndasölum, þetta var fyrsta kvikmyndahúsið sem bauð upp á lúxus VIP sal, en sá salur er búinn þægilegum rafdrifnum sætum, sá salur var vígður í ágúst árið 2001

Sambíóin Kringlunni var byggt árið 1996 og var fyrsta kvikmyndahúsið á íslandi sem byggt var inní verslunarmiðstöð, fyrirmyndin var sótt til Bandaríkjanna og Bretlands. Kvikmyndahúsið er búið 3 sýningarsölum.

Það var fyrsta kvikmyndahúsið á íslandi sem bauð uppá THX hljóðkerfi í öllum sölum. Sambíóin kringlunni er fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi sem býður uppá DIGITAL bíósýningar og er leiðandi í þeirri tækni hér á íslandi.

Það eru númeruð sæti og bilið milli sætanna er með því mesta sem boðið er upp á á Íslandi. 

Þar er einnig boðið upp á óperur í beinni útsendingu frá Metropolitan óperunni í New York.

Önnur afþreying

Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús

Í Hafnarhúsi er lögð áhersla á sýningar á framsækinni og tilraunakenndri list eftir viðurkennda innlenda og alþjóðlega samtímalistamenn og ungt og upprennandi hæfileikafólk. 

Gallerí List

Gallerí List er elsta starfandi gallerí á Íslandi stofnað 1987. Úrval listmuna er mikið og á það jafnt við um myndlist og aðra listmuni.
.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn er útisafn sem er opið allan ársins hring. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur. Svæðið skiptist í torg, þorp og sveit og gefur góða mynd af umhverfi og bæjarbrag í Reykjavík á 19. og 20. öld.

Íslenska óperan

Íslenska óperan hefur öðlast mikilvægan sess í menningarlífi þjóðarinnar og er hún meðal leiðandi listastofnanna þjóðarinnar. Hún hefur áunnið sér frábært orðspor bæði innanlands og erlendis.