Sambíóin

Sambíóin eru fimm talsins. Í Reykjavík eru bíóhúsin í Álfabakka í Breiðholti og í Kringlunni.

Sambíóin Álfabakka var byggt árið 1982 og er eitt fullkomnasta kvikmyndahús á landinu.

Þetta var fyrsta kvikmyndahúsið á norðurlöndum sem var búið THX hljóðkerfinu. Bíóið var fyrst kvikmyndahúsa á Íslandi til að bjóða uppá frumsýningar glænýrra kvikmynda sem oft voru sankallaðar evrópufrumsýningar.

Önnur kvikmyndahús á þessum tíma buðu uppá kvikmyndir sem voru orðnar tveggja ára eða eldri. Sambíóin Álfabakka brutu margar hefðir sem fyrir voru þegar það var opnað og má segja að með tilkomu þess hafi bíómenning Íslands byrjað fyrir alvöru.

Sambíóin álfabakkka er í dag búið 6 kvikmyndasölum, þetta var fyrsta kvikmyndahúsið sem bauð upp á lúxus VIP sal, en sá salur er búinn þægilegum rafdrifnum sætum, sá salur var vígður í ágúst árið 2001

Sambíóin Kringlunni var byggt árið 1996 og var fyrsta kvikmyndahúsið á íslandi sem byggt var inní verslunarmiðstöð, fyrirmyndin var sótt til Bandaríkjanna og Bretlands. Kvikmyndahúsið er búið 3 sýningarsölum.

Það var fyrsta kvikmyndahúsið á íslandi sem bauð uppá THX hljóðkerfi í öllum sölum. Sambíóin kringlunni er fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi sem býður uppá DIGITAL bíósýningar og er leiðandi í þeirri tækni hér á íslandi.

Það eru númeruð sæti og bilið milli sætanna er með því mesta sem boðið er upp á á Íslandi. 

Þar er einnig boðið upp á óperur í beinni útsendingu frá Metropolitan óperunni í New York.

Sjá meira

#borginokkar