Safnbúðirnar er að finna á öllum söfnum Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns Reykjavíkur. Þar er margt skemmtilegt að finna hvort sem tilefnið er gjöf fyrir aðra eða bara mann sjálfan.
Teaserboxes
Safnbúðir Listasafns Reykjavíkur
Í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur er fjölbreytt úrval af fallegri hönnunarvöru, afsteypum af skúlptúrum, plakötum, póstkortum og bókum. Safnverslanirnar eru opnar alla daga vikunnar í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni.
Í safnbúð Landnámssýningarinnar í Aðalstræti 16 er boðið upp á fjölbreitt úrval sérhannaðra minjagripa sem tengjast viðfangsefni sýningarinnar ásamt ýmiskonar handverki og hönnun. Einnig er til sölu gott úrval af bókum auk sýningarskrár Landnámssýningarinnar
Í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem staðsett er á 6. hæð Grófarhúss er að finna fjölbreytt úrval af vinsælum póstortum ásamt veggspjöldum með ljósmyndum úr safneign Ljósmyndasafnsins. Þar fást einnig ljósmyndabækur, sýningaveggspjöld, minjagripir og sérframleiddar vörur tengdar safnkosti.
Sjóminjasafnið í Reykjavík hefur að geyma skemmtilega safnbúð að Grandagarði 8. Þar er leitast við að selja vandaðar vörur sem tengjast viðfangsefni safnsins. Sérhannaðir minjagripir, handverk sem og vörur frá íslenskum hönnuðum fást í safnbúð Sjóminjasafnsins.