Skip to main content

Safnahúsið


Safnahúsið við Hverfisgötu 15 er hluti af Þjóðminjasafni Íslands. Þar er sýningin Sjónarhorn sem er einstök ferð um sjónræna arfleifð Íslendinga sem býður upp á nýstárlegar leiðbeiningar um menningarsögu þjóðarinnar.

Sýningin gefur gestum færi á að skoða söfn sex mismunandi menningarstofnana: frá þúsund ára gömlum fjársjóðum yfir í það nýjasta í íslenskri myndlist. Áherslan er lögð á sjónræna tjáningu þeirra hugmynda sem við höfum um heiminn, umhverfi okkar og okkur sjálf. Efnin og tæknin geta breyst í gegnum árin, en sjónarmiðin eru þau sömu.

Sjónarhorn er samstarfsverkefni Þjóðminjasafnsins, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns-háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns.

Önnur afþreying

Sambíóin

Sambíóin eru fimm talsins. Í Reykjavík eru bíóhúsin í Álfabakka í Breiðholti og í Kringlunni.
.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn er útisafn sem er opið allan ársins hring. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur. Svæðið skiptist í torg, þorp og sveit og gefur góða mynd af umhverfi og bæjarbrag í Reykjavík á 19. og 20. öld.

Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir

Á Kjarvalsstöðum eru reglulega sýningar á verkum Jóhannesar S. Kjarvals (1885 -1972) enda skipar hann sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu sem einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar fyrr og síðar.  

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi.