Reynisvatn

Reynisvatn er eitt fjölmargra smávatna innan borgarmarka Reykjavíkur og er staðsett í Grafarholti. Reynisvatn er sleppitjörn og hentar barnafjölskyldum vel, en regnbogasilungi, urriða, bleikju og laxi hefur verið sleppt í vatnið. Veiðileyfi eru seld á staðnum. 

 

Þjóðsagan segir frá Reyni bónda og dóttur hans, sem drukknuðu bæði í vatninu og silungsveiði lagðist af.

 

Hugmyndin Reynisvatn - fallegri aðkoma hlaut kosningu í Hverfinu mínu haustið 2023, og er nú verið að vinna að hönnun og framkvæmdum. 

Verkefnið felur í sér að fegra aðkomuna að Reynisvatni, t.d. bæta stíga við bílastæði, gróðursetja og setja upp bekki.

 

Reynisvatn er minnsta vatnið og ein mesta perlan í Reykjavík. Hringurinn hér er mjög stuttur en umhverfið mjög fallegt. Stígurinn liggur um vaxið landslag og hægt er að lengja leiðina með því að ganga inn í skóginn sem er við vatnið. Í vatninu er fiskur og hægt er að sjá hann hoppa af og til þegar vatnið er spegilslétt. Þetta er upplagður staður til að leyfa þeim allra minnstu að spreyta sig á veiðinni.

 

 

#borginokkar