Skip to main content

Ráðhúsið


Ráðhús Reykjavíkur er glæsileg bygging í norðurenda Tjarnarinnar. Svipmikið og nútímalegt húsið er hlutlaus miðja Reykjavíkur sem tengir saman náttúru, vatn og fuglalíf. Ráðhúsið hýsir starfsemi borgarstjórnar og borgarstjóra Reykjavíkur.

Í ágúst árið 1986 ákvað borgarráð Reykjavíkur að efna til opinnar hönnunarsamkeppni um Ráðhús Reykjavíkur á uppfyllingu við svonefnda Bárulóð í norðvesturenda Tjarnarinnar. Alls bárust 38 tillögur í keppnina og skilaði dómnefnd niðurstöðu sinni í júní 1987. Fyrstu verðlaun hlaut tillaga tveggja ungra arkitekta, Margrétar Harðardóttur og Steve Christer, sem bæði luku prófi í byggingarlist frá Architectural Association School í London árið 1984 en þau reka enn þann dag í dag arkitektastofuna Studio Grandi. Bygging hússins hófst árið 1988 og var Ráðhúsið tekið í notkun árið 1992.

Byggingin er einnig nýtt sem gallerí og hýsir stöðugan straum af nýjum og spennandi sýningum. Þar er einnig að finna hið sívinsæla 3D kort af Íslandi.

Önnur afþreying

Sólfarið

Sólfarið er óður til sólarinnar og felur í sér fyrirheit um ónumið land,  leit, framþróun og frelsi. Það er draumbátur sem felur í sér von og birtu.
Perlan Museum

Perlan

Perlan samanstendur af gríðarstóru glerhvolfi sem hvílir ofan á sex hitaveitugeymum. Í Perlunni er hægt að heimsækja jökla, stjörnur og íshella. 

Harpa

Harpa er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og er miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgarinnar, þar sem hún stendur tignarleg við hafnarbakkann. Harpa er áfangastaður ferðamanna og margverðlaunað listaverk sem 10 milljónir manna hafa heimsótt frá opnun.

Gamla höfnin

Gamla höfnin var byggð á árunum 1913 – 1917 og er vinsæll viðkomustaður ferðafólks í borginni. Við höfnina er að finna Hörpu, Sjóminjasafnið og fjölda siglingafyrirtækja sem bjóða upp á hvalaskoðanir og lundaferðir.