Pönksafnið inngangur
  • Heim
  • Pönksafn Íslands

Pönksafn Íslands

Pönksafnið heiðrar tónlist og tíðaranda sem hefur mótað tónlistarmenn og hljómsveitir til dagsins í dag, fólk sem þorði að vera öðruvísi.

Einn kunn­asti pönk­ari sög­unn­ar, Bret­inn John Lydon – þekkt­ur sem Johnny Rotten þegar hann var söngv­ari hinn­ar bylt­ing­ar­kenndu pönk­sveit­ar Sex Pistols – opnaði Pönk­safn Íslands við Banka­stræti. Safnið er á fyrr­ver­andi al­menn­ings­sal­erni við göt­una sunn­an­verða sem þekkt var sem Núllið en því var lokað fyr­ir um ára­tug.

Í Pönk­safni Íslands gef­ur að líta ljós­mynd­ir og allskyns muni sem tengj­ast því sem kalla má pönktíma­bilið á Íslandi, á ár­un­um um 1980. Dæg­ur­tón­list­ar­saga lands­ins er rak­in í stuttu máli fram að þeirri tón­list­ar­bylt­ingu sem kennd hef­ur verið við pönk og ný­bylgju og birt­ist í rómaðri heim­ild­arkvik­mynd Friðriks Þórs Friðriks­son­ar Rokk í Reykja­vík. Á sýn­ing­unni er einnig fjallað um það hvernig marg­ir lista­menn sem spruttu úr þeirri frjóu deiglu hafa síðan gert garðinn fræg­an, þar á meðal Syk­ur­mol­arn­ir, Björk Guðmunds­dótt­ir og Sig­ur Rós.

Komdu og stígðu inn í pönktímabilið á Íslandi.

Pönkið lifir!

Sjá meira á Facebook síðu safnsins 

#borginokkar