Perlan Museum

Perlan

Perlan er teiknuð af Ingimundi Sveinssyni arkitekt og var vígð 21. júní 1991. Byggingin samanstendur af gríðarstóru glerhvolfi sem hvílir ofan á sex hitaveitugeymum, sem hver um sig getur rúmað um 4 milljónir lítra af jarðhitavatni. Perlan er stálgrindarhús en stálgrindin hefur öðru hlutverki að gegna en tengja saman hitaveitugeyma og mynda hvolfþak. Í dag er að finna nokkrar náttúrusýningar í tönkunum og orðið ómissandi heimsókn fyrir alla sem vilja vita meira um undur íslenskrar náttúru, allt frá goshverum og eldfjöllum til jökla og fossa.

Stjörnuverið

Áróra heitir falleg saga um norðurljósin. Sögumaðurinn er hin rómverska gyðja morgunroðans, sem hefur gefið þessu himinfyrirbæri alþjóðlegt heiti sitt, aurora borealis. Í sögu Áróru fléttast saman vísindi og listir, og gestum er boðið í ferðalag út í geim til að skilja betur þetta magnaða náttúruundur.

Í Perlunni má sjá hvaðan norðurljósin koma og hvernig þau verða til. Og Áróra segir um þau sígildar sögur. Norðurljósin tindra allt í kringum gestinn, í íslenskri náttúru og úti í geimnum.

Stjörnuver Perlunnar er stærsta og tæknivæddasta stjörnuver landsins. Þar er hvolfskjár með 8K-upplausn, sem ásamt mögnuðu hljóðkerfi skapar stund sem aldrei gleymist.

Íshellir í Reykjavík

Bráðið vatn myndar og mótar íshella inni í jöklum og í jöðrum þeirra. Íshellar náttúrunnar eru mikið undur en óstöðugir og oft hættulegir. Í Perlunni geta gestir notið raunverulegs en manngerðs íshellis í fullkomnu öryggi.

Íshellirinn í Perlunni er sá eini í heimi af sínu tagi. Hann er um 100 metra langur og gerður úr rúmlega 350 tonnum af snjó úr Bláfjöllum.

Heimsókn í íshellinn er mögnuð og minnisstæð upplifun.

Jöklasýning

Jöklar eru kraftmikil og voldug náttúruöfl. Helstu vísindamenn Íslands ásamt færustu sýningarhönnuðum nýttu bestu tækni sem völ er á til að kynna fyrir 

Jöklar Íslands búa yfir fegurð og töfrum. Þeir eru líka mikilvægir fyrir íslenska náttúru og samfélag manna á landinu. Þar er helsti ferskvatnsgeymir landsins og jöklarnir gegna ómetanlegu hlutverki við temprun loftslags.

Í Perlunni kynnast gestir fágætum undrum íslenskrar náttúru með fjölda sýningarmuna og alvirkri kynningu. Nýjasta tækni, spennandi upplýsingar og hrífandi sögur sjá gestum í senn fyrir fræðslu og skemmtun.

Ferðalag um hafdjúpin

Kannaðu undur hafsins við Íslandsstrendur í neðansjávar-bíósýningu Perlunnar. Þú kynnist minnstu þörungum, ógnarstórum hvölum og öllu þar á milli. Fræðsla og gagnvirk upplifun gera sýninguna bæði fræðandi og stórskemmtilega.

 

#borginokkar