Skip to main content

Öskjuhlíð


Öskjuhlíðin er einstök og sennilega það opna svæði í Reykjavík sem er mest áberandi og flestir þekkja. Hún er 61 metra há, stórgrýtt hæð sem skagar yfir sitt nánasta umhverfi þ.m.t. miðbæ Reykjavíkur.

Öskjuhlíðin er áhugavert útivistarsvæði með fjölbreytilegu náttúrufari, merkilegum jarðminjum, einni þéttustu skógrækt í Reykjavík og einstökum mannvistarminjum frá stríðsárunum. Öskjuhlíðin er afar vinsælt útivistarsvæði sökum nálægðar sinnar við miðbæ Reykjavíkur, háskólasvæðin í Vatnsmýrinni, útivistarsvæðin í Nauthólsvík og Fossvogi og fjölmenn hverfi eins og Bústaðahverfið og Hlíðar.

Fuglalíf er auðugt í Öskjuhlíð og hafa yfir tíu tegundir verpt þar. Spörfuglar eru mest áberandi í skóg- og kjarrlendinu einkum skógarþröstur og auðnutittlingur en einnig stari og svartþröstur. Þá hafa nýlegir landnemar svo sem glókollur og krossnefur sést í Öskjuhlíð. Ýmsir vaðfuglar hafa verpt í Öskjuhlíð m.a. tjaldur, sandlóa, heiðlóa, hrossagaukur og stelkur. Margir aðrir fuglar eru tíðir gestir á svæðinu svo sem hrafn, maríuerla, þúfutittlingur, ýmsar máfategundir, grágæs og aðrir andfuglar. Æðarfuglar eru áberandi í Fossvoginum neðan við hlíðina.

Kanínur eru áberandi í Öskjuhlíð. Um er að ræða villtar og hálfvilltar kanínur sem eru afkomendur gæludýra sem hefur verið sleppt lausum en slíkt hefur verið stundað um árabil. Um 30-40 kanínur halda sig í Öskjuhlíð að staðaldri.

Önnur afþreying

Götulist í Reykjavík

In recent years, the streets of Downtown Reykjavík have filled up with ambitious murals of different styles and themes. Many have become well-known landmarks that both locals and visitors seek out.

Skógræktarfélag Reykjavíkur

Skógræktarfélag Reykjavíkur er sjálfstætt starfandi áhugamannafélag um skógrækt í Reykjavík og eitt af tæplega 60 skógræktarfélögum innan vébanda Skógræktarfélags Íslands. Hlutverk félagsins er að vinna að skógrækt, trjárækt og landbótum í Reykjavík og víðar.

Úlfarsfell

Úlfarsfell er lægra en systir hennar Esja og örugglega ekki eins vel þekkt. En það er nær miðborg Reykjavíkur og býður upp á jafn glæsilegt útsýni yfir borgina.

Gamla höfnin

Gamla höfnin var byggð á árunum 1913 – 1917 og er vinsæll viðkomustaður ferðafólks í borginni. Við höfnina er að finna Hörpu, Sjóminjasafnið og fjölda siglingafyrirtækja sem bjóða upp á hvalaskoðanir og lundaferðir.