apps

Öpp

Vel hannað farsímaforrit, eða app, getur framkvæmt aðgerðir mun hraðar en vefsíður í síma. Forrit geyma venjulega gögn sín á staðnum í farsímum, ólíkt vefsíðum sem venjulega nota vefþjóna. Af þessum sökum gerist gagnaöflun hratt í farsímaforritum. Öppin geta enn frekar sparað tíma notenda með því að geyma kjörstillingar þeirra og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða fyrir hönd notenda.

Hér fyrir neðan eru nokkur skemmtileg öpp sem gott og gaman er að eiga. 

Teaserboxes
Book pile
Rafrænar bókmenntagöngur

Þú getur gengið í skref Halldórs Laxness Nóbelsverðlaunahafans okkar eða kynnst bestu glæpasagnahöfundum samtímans

Útilistaverk í Reykjavík

Fræðist um öll útilistaverk sem Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með í borgarlandinu. Hlustið á hljóðleiðsagnir og farið í skemmtilega leiki.

Klapp appið

Klapp appið er einföld leið til þess að nota Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Í appinu er hægt að kaupa staka farmiða, mánaðarkort eða áskrift.

.
EasyPark

Borgaðu í stöðumælinn með símanum. Fljótlegt & auðvelt. Þú greiðir aðeins fyrir þann tíma sem bílnum er lagt

Parka

Greiðsluleið fyrir stæði í Reykjavík og þjóðgarða.

.
Icelandic Coupons

Njóttu þess að versla, borða, drekka og gera skemmtilega hluti með afsláttar appinu.

.
Appy Hour

Appy Hour sýnir þér öll Happy hour tilboð í Reykjavík.

Appening

Appening er appið fyrir þau sem vilja fara út á lífið en geta aldrei ákveðið hvert á að fara. Appið sýnir þér hvað er að gerast í kvöld og hjálpar þér að velja skemmtun kvöldsins.

Hreyfils app

Með Hreyfils app í snjallsímanum þínum, getur þú bókað leigubíl án þess að hafa samband við síma afgreiðsluna. Þegar appið ræsir mun það finna staðsetningu þína og birta heimilisfangið.

Wapp
Komdu í gönguferð með Wappinu og þú upplifir ævintýri um leið og þú fræðist um umhverfið og lest sögur sem tengjast því.
Vegan Ísland

Finndu dýrindis vegan mat á Íslandi. Fáðu ráðleggingar, umsagnir og leiðbeiningar um staðina sem þú munt elska!

Kringum appið
Kringum appið er í dag vinsælasta ferðaappið á Íslandi. Appið inniheldur 10.000 sögur tengdar staðsetningum um allt land. Þúsundir Íslendinga hafa þegar sótt smáforritið sem er orðið stærsta safn staðsetningartengdra ferðaupplýsinga á landinu.

#borginokkar