Draugaganga um miðbæ Reykjavíkur

Ingólfstorg 1, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarsögusafn Reykjavíkur
17, ágúst 2023
Opið frá: 20.00 - 21.30

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Í ágúst þegar hinar ýmsu skuggaverur fara að rumska af værum sumarblundi mun vera farið í draugagöngu frá Ingólfstorgi.
Gangan hefst stundvíslega kl 20:00 og er hún ekki við hæfi barna. Viðkvæmum sálum er ráðlagt að sleppa því algjörlega að koma. Galdra- og verndarstafnum Salómons innsigli verður útdeilt til þeirra sem finnast þeir þurfa vernd. Björk Bjarnadóttir, umhverfis-þjóðfræðingur og sagnakona fer fyrir göngunni.

Rölt verður um miðbæinn og stoppað við hin ýmsu hús og staði þar sem sagt að séu draugar eða hafi verið draugar. Hér má nefna Austurstræti 8 þar sem Gyllti kötturinn er til húsa, Tjarnarbíó, Alþingi og Hegningarhúsið á Skólavörðustíg.

Íslenskir draugar eru afar fjölbreyttir að gerð og hafa þeir tvo yfirflokka sem eru: afturgöngur og uppvakningar. Afturgöngur eru draugar sem vilja verða draugar því þeir elska eitthvað eða hata svo mikið í lifandi lífi að þeir hvorki geta né vilja skilja við það eftir dauðann. Svo er það hinn hópurinn sem eru uppvakningar. Uppvakningar eru útbúnir af kunnugu fólki, sem vekur hinn dauða upp og sendir hann hingað og þangað til illra verka.

Sérsvið Bjarkar eru íslenskar þjóðsögur og þjóðtrú af plöntum, fuglum og steinum, en einnig hefur hún verið að rannsaka og segja frá draugum, göldrum, huldufólki og álfum, skrímslum og Hrekkjavökunni.

Öll hjartanlega velkomin, sem þora og hafið náð aldri til. Aldurstakmark miðast við að 12 ára og yngri. Engin ábyrgð er tekin á slæmum draumförum eftir gönguna.

📷Adolf Karlsson

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
Hvað er mold?
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
skart:gripur
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
Reflar og skildir
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Regnbogi meistarans
Allir hafa rödd - Leiksýning barnanna á Bergi

#borginokkar