Menningar- og heilsuganga – Í spor húsameistara

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
07, júní 2023
Opið frá: 20.00 - 21.00

Vefsíða https://hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Miðvikudaginn 7. júní kl. 20 mun Ólöf Bjarnadóttir, safnafræðingur, leiða fyrstu menningar- og heilsugöngu sumarsins, þar sem skoðuð verða valin hús sem Guðjón Samúelsson (1887-1950), húsameistari ríkisins, teiknaði. Í Hafnarfirði má enda finna hús frá ólíkum tímabilum á ferli Guðjóns sem setja mikinn svip á bæinn og telja má til helstu kennileita hans. Í göngunni verða nokkur þessara húsa skoðuð og farið yfir sögu þeirra.

Gengið verður frá Flensborg, um Skúlaskeið og miðbæinn og endar gangan við Hafnarborg.

Í sumar verður boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Flestar göngur taka um klukkustund. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Komdu út að ganga í sumar!

Svipaðir atburðir

Hafnar.fest - Opið hús og skemmtun á eins árs afmæli Hafnarhaus
Ef ég væri skrímsli
Daryl Jamieson, Una Sveinbjarnardóttir, Tinna Þorsteinsdóttir & Guðmundur Steinn Gunnarsson
Ásgeir í Mengi
Landslag fyrir útvalda
Lesfriður
Naglinn | Caring/shearing
Fróðleikskaffi | Haustkransar
Jörðin er rúmið mitt
Anime klúbbur fyrir 13-16 ára
Spilum og spjöllum á íslensku
Sýning | Að halda þræðinum
Smiðja | Viltu vera vinur minn?
Landnámssýningin - Lífið á landnámsöld
Erró: Skörp skæri
Listaverka- og skrautmunaskiptimarkaður
Bókakaffi | Lóaboratoríum
Skoðum og spjöllum á íslensku
Reykjavík ... sagan heldur áfram│Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar