
Menningar- og heilsuganga – Í spor húsameistara
07, júní 2023
Opið frá: 20.00 - 21.00
Vefsíða
https://hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu
Miðvikudaginn 7. júní kl. 20 mun Ólöf Bjarnadóttir, safnafræðingur, leiða fyrstu menningar- og heilsugöngu sumarsins, þar sem skoðuð verða valin hús sem Guðjón Samúelsson (1887-1950), húsameistari ríkisins, teiknaði. Í Hafnarfirði má enda finna hús frá ólíkum tímabilum á ferli Guðjóns sem setja mikinn svip á bæinn og telja má til helstu kennileita hans. Í göngunni verða nokkur þessara húsa skoðuð og farið yfir sögu þeirra.
Gengið verður frá Flensborg, um Skúlaskeið og miðbæinn og endar gangan við Hafnarborg.
Í sumar verður boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Flestar göngur taka um klukkustund. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.
Komdu út að ganga í sumar!