img_1786

Regnboginn Frístundaheimili

Hólmasel 4, Reykjavík 109, 6955037

Opnunartími:
mán - fös: 13.40 - 17.00

Vefsíða: https://midberg.is/fristundaheimili-6-9-ara/regnboginn/

Regnboginn er safnfrístund fyrir börn úr 3.-4. bekk í Seljaskóla og Ölduselsskóla og er rekið af frístundamiðstöðinni Miðbergi. Forstöðumaður er Þorbjörg Jónsdóttir. Aðstoðarforstöðumaður er Sigrún Ósk Arnardóttir.

Í Regnboganum er opið alla daga frá kl. 13:40 til kl. 17:00. Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla og páskaleyfi er opið í Regnboganum frá kl. 08:00 – 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum.
Regnboginn er lokaður í vetrarleyfi skólanna.

Frístundaheimilið Regnboginn er starfrækt í Hólmaseli 4-6. Í Hólmaseli er fjölnota salur sem nýttur er til ýmissa íþróttaleikja og fleira og samnýtum við hann með félagsmiðstöðinni sem starfrækt er í sama húsi.
Einnig höfum við haft aðgang að íþróttasal, tölvuveri og bókasafni skólanna.

Klúbba- og smiðjustarf er í boði eftir útiveru, eða á milli klukkan 15 og 16 – 16.30. Þá er einnig í boði að fara í val. Meðal þess sem hefur verið í boði má nefna fótboltaklúbb, tónlistarklúbb, útivistarklúbb, vísindaklúbb, bakstursklúbb, spilaklúbb, margvíslegar listasmiðjur og föndur og margt fleira. Auk þess voru starfræktir sérstakir klúbbar í tengslum við hæfileikakeppni, leiklistar- og kvikmyndahátíðir frístundaheimilanna.

#borginokkar