Krakkakot

Krakkakot Frístundaheimili

Stóragerði 17, Reykjavík 108, 6647670

Opnunartími:
mán - fös: 13.40 - 17.00

Vefsíða: https://kringlumyri.is/fristundaheimili-6-9-ara/krakkakot-2/

Krakkakot er frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk í Hvassaleitisskóla. Það er staðsett innan skólans á neðri hæð hægri álmunnar. Forstöðukona er Jenný Huyen Andradóttir. Hún er með s: 664-7616 og er best að hringja fyrir hádegi til að ræða málefni barna. Aðstoðarforstöðumaður er Gunnar Óli Markússon. Listasíminn er ávallt í höndum ákveðins starfsmanns dag hvern. Hann heldur utan um allar upplýsingar varðandi börnin þann dag. Starfsmaðurinn er staðsettur á ganginum við valtöfluna og á að taka á móti öllum sem koma. Frístundaheimilið Krakkakot er eitt af átta frístundaheimilum sem tilheyra Kringlumýri, sem er frístundamiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaðahverfis. Kringlumýri sér einnig um rekstur fimm félagsmiðstöðva og frítímastarfs fatlaðra. Hægt er að skoða heimasíður allra þessara starfsstaða í gegnum heimasíðu Kringlumýrar. Skráning og breyting á viðveru í frístundaheimilinu fer fram á Völu frístund. Þegar frí er í skólanum á virkum dögum er almennt opið í Krakkakoti frá klukkan 8:00 til 17:00. Þá er auglýst sérstaklega eftir skráningu þeirra barna sem ætla að nýta sér þá þjónustu og rukkað er aukalega fyrir vistun frá klukkan 8:00-13:30. Skráð er á langa daga í gegnum Völu frístund.

#borginokkar