Ritaðar myndir

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
25, mars 2023 - 29, maí 2023 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða https://hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Jóhann S. Vilhjálmsson byrjaði ungur að teikna og hélt því áfram þótt við tækju annir fullorðinsáranna, vinna og fjölskylda. Um sextugt veiktist hann alvarlega og hefur verið frá vinnu síðan en í staðinn hefur hann helgað sig myndlistinni og sýndi til dæmis verk sín í ArtReach Gallery í Portland í Oregonríki Bandaríkjanna árið 2019.

Megineinkenni á myndum Jóhanns er hve nákvæmlega allt er hugsað og framsett, bæði litasamsetningar og myndbygging, en eitt það fyrsta sem áhorfandinn áttar sig á er hve mikil vinna liggur bak við hverja mynd. Þar finnur Jóhann styrk í því að vera á einhverfurófi en það var nokkuð sem hafði þvælst fyrir honum alla ævi þar til hann fékk greiningu á fullorðinsaldri.

Jóhann vinnur verk sín á pappír og notar til þess ýmiss konar blek og liti. Hann hefur unnið verk út frá myndum og verk sem eru abstraktstúdíur á litasamsetningum og formum en síðustu árin hafa verkin farið að líkjast æ meir síðum úr fallega lýstum miðaldahandritum, evrópskum eða austurlenskum. Þá sameina þau myndskreyti, til dæmis drekaflúr, eins og við þekkjum frá Norðurlöndum, og leturdálka.

Þegar betur er að gáð sjáum við hins vegar að það sem virðist letur er ekki á neinu þekktu ritmáli; skriftin skilar ekki til okkar neinum orðum eða hljóðum. Þetta heitir á fræðimáli að hún sé asemísk (dregið af grísku: án merkingar). Það fer þó fjarri að slík skrift sé tómt skraut, heldur er hún til þess fallin að við lesum í hana eitthvað sem kannski verður ekki komið í orð – að við lesum með ímyndunaraflinu.

Sýningarstjórar eru Erling T. V. Klingenberg og Jón Proppé.

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
Hvað er mold?
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
skart:gripur
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
Reflar og skildir
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Regnbogi meistarans
Allir hafa rödd - Leiksýning barnanna á Bergi

#borginokkar