Fjölskyldurleiðsögn – „Þjóðsögur um hafverur og sæskrímsli“

Grandagarður 8, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Sjóminjasafnið í Reykjavík
23, apríl 2023
Opið frá: 13.00 - 13.30

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/sjominjasafnid-i-reykjavik
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Þjóðsögur um hafverur og sæskrímsli

Sögustund fyrir fjölskyldur á Sjóminjasafni Reykjavíkur sunnudaginn 23. apríl kl. 13:00.

Allt frá landnámi hefur fólk hér á landi sagt hvort öðru sögur af hinum ýmsu hafverum og skrímslum sem lifa í sjónum eða við strendur Íslands. Sögurnar voru sagðar jafnt til skemmtunar og fræðslu. Fræðslan fólst í því að kunna að passa sig á þessum verum og vita hvað gera skyldi ef viðkomandi myndi lenda í návígi við þær. Skemmtunin fólst í því að hlæja og vera spennt saman, ásamt því að upplifa hræðslu, sem hægt var að vinna bug á með því að vita hvernig skyldi verja sig gegn hinu og þessu skrímslinu.

Þær eru margar þjóðsögurnar og sagnirnar sem tengjast hafinu og þeim verum sem það hýsir en í okkar nútíma heimi hafa ekki margir heyrt af þessum verum og úr því viljum við bæta.

Björk Bjarnadóttir umhverfis-þjóðfræðingur og sagnakona mun segja sögurnar í gegnum alda gamla tækni og list, sem er sagnamennskan sjálf. Sögurnar verða sagðar, en ekki lesnar upp. Á því er mikill munur og nær sagnalistin ávallt mun betur til áheyrenda heldur en upplesturinn. Manneskjan hefur notið þess að segja sögur og hlusta á sögur allt frá upphafi.

Frítt inn fyrir börn og fylgdarfólk þeirra. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar í Reykjavík.

Aðgengi: Safnið er á tveimur hæðum og aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott, sérstaklega við inngang Grandagarðsmegin. Lyfta er á milli hæða. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.

Strætisvagn, leið 14, stoppar nálægt inngangi safnsins, Grandagarðsmegin.

Svipaðir viðburðir

Uppskeruhátíð – Marta Staworowska gullsmiður
Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku
Allir með
Hvað er mold?
Það sem vantar – Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Listasýning Laugó
Gægjusýning - Ekki kíkja, þetta er list
skart:gripur
Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu
Myndlistarsýning Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar
Myndlistarsýning S78 og Tjarnarinnar
Reflar og skildir
Together | Palestínsk útsaumssmiðja
BIRKIÐ Í VERKUM ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – Birkirannsókn
ÍSABROT– jöklar í íslenskri myndlist
Framtíðarblóm
Eldur, ís og mjúkur mosi
Hinsegin Prom
Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar
Börnin endurskapa þjóðminjar

#borginokkar