Tilbúningur | Uppsprettikort

Hraunbær 119, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið menningarhús Árbæ
09, febrúar 2023
Opið frá: 16.00 - 17.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fondur/tilbuningur-uppsprettikort
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Föndrum saman, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinandi kemur með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoðar við tilbúninginn.

Í þessum tilbúningi ætlum við að klippa, raða og líma. Konudagurinn er rétt handan við hornið og Valentínusardagurinn líka og við ætlum að nota gamlar bókasíður og búa til fallegt kort þar sem blóm spretta upp þegar kortið er opnað.
Sæunn Þorsteinsdóttir listakona leiðbeinir.

Tilbúningur í Árbæ er opinn öllum en hentar best börnum eldri en 9 ára og fullorðnum á öllum aldri.
Tilbúningur fer fram í Borgarbókasafninu í Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar og í Borgarbókasafninu Spöng fyrsta miðvikudag hvers mánaðar klukkan 16:00.
Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.

Svipaðir atburðir

Músíktilraunir 1. undankvöld
Músíktilraunir 2. undankvöld
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Komdu að leika! | Árbæjarsafn
Reykjavík ... sagan heldur áfram│Aðalstræti 10
Neyzlan – Reykjavík á 20. öld | Árbæjarsafn
Ada Stańczak keramikhönnuður í vinnustofudvöld
Lífið á landnámsöld
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
Christopher Taylor │ Nálægð
Jón Helgi Pálmason │Á meðan myndin dofnar
Kvikmyndakaffi | Aðlögun og ummyndanir
Smiðja | Er órói í þér?

#borginokkar