Ástin ein taugahrúga, enginn dans við Ufsaklett - Kammerópera í tónleikauppfærslu

Óðinsgata 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Mengi
10, febrúar 2023 - 17, febrúar 2023 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 20.30 - 21.30

Vefsíða https://mengi.net/events
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Tónleikauppfærsla af nýrri kammeróperu eftir Önnu Halldórsdóttur við ljóðabók Elísabetar Jökulsdóttur, Ástin ein taugahrúga - Enginn dans við Ufsaklett.

Kammeróperan er fyrir mezzosópran, selló og rafhljóð og er í uppsetningu sviðslistahópsins Spindrift Theatre.
Flytjendur verksins eru Tinna Þorvalds Önnudóttir, söngkona og Júlía Mogensen, sellóleikari.
Hvað gerir man ekki til þess að tilheyra?
Fá að vera með?

Verkið er þroskasaga konu og barátta draumsins við raunveruleikann. Þessi barátta er spegluð í ofbeldisfullu ástarsambandi frá upphafi til enda og við veltum fyrir okkur: hvað er það sem gerir man að “alvöru konu” - Og hvar leynist hinn raunverulegi lykill að öllu saman?
Söguhetjan er með geðhvörf sem litar frásögnina þannig að úr verður rússibanareið á milli alsælu og dýpsta þunglyndis. En hvort sem persónan er stödd á toppnum eða botninum er kímnin aldrei langt undan.

Ljóðabók Elísabetar Jökulsdóttur vakti sterk viðbrögð þegar hún kom út, hlaut Fjöruverðlaunin árið 2015 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Tónlist Önnu Halldórsdóttur gefur textanum nýja vídd og er bæði grípandi og aðgengileg. Segja má að hún höfði til breiðs markhóps og geti jafnt fangað athygli þeirra sem hafa lítið hlustað á óperur, sem og óperuáhugafólks.

Aðstandendur:
Söngur og rödd: Tinna Þorvalds Önnudóttir
Sellóleikari: Júlía Mogensen
Tónskáld: Anna Halldórsdóttir
Texti: Elísabet Jökulsdóttir
Leikstýra: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Framkvæmdastýra: Arna Kristín Sigfúsdóttir
Tæknimanneskja og ljósahönnun: Juliette Louste

Verkefnið er styrkt af Tónskáldasjóði RÚV og STEFs, Tónskáldasjóði Bylgjunnar and Stöðvar 2 , Menningarsjóði FÍH, Samfélagssjóði Landsbankans og RANNÍS, Launasjóði tónlistarflytjenda

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar