
Hádegistónleikar í Hafnarborg – Erla Björg Káradóttir
07, febrúar 2023
Opið frá: 12.00 - 12.30
Vefsíða
https://hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu
Þriðjudaginn 7. febrúar kl. 12 bjóðum við ykkur velkomin á fyrstu hádegistónleika ársins í Hafnarborg en þá mun Erla Björg Káradóttir, sópran, koma fram ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara og listrænum stjórnanda tónleikaraðarinnar. Að þessu sinni bera tónleikarnir yfirskriftina „Söknuður“ en fluttar verða aríur úr óperum og óperettum eftir Massenet, Puccini, Strauss og Jón Ásgeirsson.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið opnar kl. 11:30 og tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.