Ada Stańczak keramikhönnuður í vinnustofudvöld

Garðatorg 1, 210 Garðabær

Dagsetningar
Hönnunarsafn Íslands
10, febrúar 2023 - 14, maí 2023 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða //www.honnunarsafn.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Ada Stańczak er keramikhönnuður og rannsakandi sem býr og starfar í Reykjavík. Ada verður að störfum í vinnustofu Hönnunarsafnsins fram á vor. Hún lauk námi í menningarfræðum frá Háskólanum í Varsjá og keramiknámi frá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Hún flutti til Íslands fyrir fimm árum og við það kviknaði áhugi hennar á því að rannsaka hvernig íslenskur efniviður eins og leir, jarðvegur, hraun og steinar geta haft áhrif á það að tilheyra ákveðnum stað eða landi.
Á meðan á dvölinni stendur mun Ada rannsaka möguleika jarðefnanna sem litarefni fyrir keramik. Gestir geta fylgst með tilraunum, vöruþróun og gerð verka frá upphafi að fullgerðri vöru. Einnig geta gestir verslað beint frá hönnuðinum.
Ada mun standa fyrir námskeiðum og vinnusmiðjum á meðan á dvölinni stendur. Upplýsingar verða settar á heimasíðu safnsins og samfélagsmiðla.

Svipaðir atburðir

Músíktilraunir 1. undankvöld
Músíktilraunir 2. undankvöld
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
Komdu að leika! | Árbæjarsafn
Reykjavík ... sagan heldur áfram│Aðalstræti 10
Neyzlan – Reykjavík á 20. öld | Árbæjarsafn
Christopher Taylor │ Nálægð
Jón Helgi Pálmason │Á meðan myndin dofnar
Kvikmyndakaffi | Aðlögun og ummyndanir
Lífið á landnámsöld

#borginokkar