Kvikmyndakaffi | Aðlögun og ummyndanir

Spöngin 41, 112 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Spönginni
27, mars 2023
Opið frá: 17.00 - 17.45

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/en/event/literature/film-cafe-adaptation-and-transistion
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Kvikmyndagerðarkonurnar Tinna Hrafnsdóttir og Ása Helga Hjörleifsdóttir koma á kvikmyndakaffi í Spönginni og fjalla um kvikmyndir sínar sem þær hafa leikstýrt og aðlagað frá skáldverkum.

Ása Helga leikstýrði kvikmyndinni Svanurinn árið 2017 eftir skáldsögu Guðbergs Bergssonar og á síðasta ári kom frá henni önnur mynd í fullri lengd, aðlögun á skáldverki Bergsveins Birgissonar, Svar við bréfi Helgu.

Kvikmyndin Skjálfti er fyrsta bíómynd Tinnu Hrafnsdóttir í fullri lengd, aðlöguð frá samnefndri skáldsögu Auðar Jónsdóttur.

Þær Ása Helga og Tinna segja frá tilurð og sköpunarferli verka sinna, spjalla saman um aðlögun og umbreytingu frá skáldverki að kvikmynd.

Umsjón:
Soffía Bjarnadóttir, verkefnastjóri | bókmenntaviðburðir
soffia.bjarnadottir@reykjavik.is
Miðlun og nýsköpun | Borgarbókasafnið, s. +354 411 6122
www.borgarbokasafn.is

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar