Gardabaer_web_001_OgYYrDP

Aftur til Hofsstaða

Garðatorg 7, Garðabær 210, 820 8550

Opnunartími:
mán - sun: 12.00 - 17.00

Vefsíða: www.afturtilhofsstada.is

Margmiðlunarsýningin Aftur til Hofsstaða spannar sögu Garðabæjar frá landnámi til okkar daga. Gagarín hannaði sýninguna. Sýningin er í tengslum við Minjagarðinn á Hofsstöðum að Kirkjulundi en þar verður á vormánuðum opnuð endurbætt sýning sem gerir gestum kleift að kíkja á fortíðina.

Sýningin byggir meðal annars á niðurstöðum fornleifarannsókna á stórum landnámsskála sem fannst við Hofsstaði í Garðabæ og staðsettur er í Minjagarðinum á

Víkingaskálinn á Hofsstöðum í Garðabæ reis á gullöld Íslendinga og ber vitni um glæsimennsku og velmegun. Hér byggði stórhuga og framtakssamt fólk til að “hafa þar frelsi og góðar náðir”.

Hofsstaðir voru stórbýli til forna en enginn veit hver bjó þar, því að bæjarins er hvergi getið í elstu heimildum. Sennilegt er að Vífill, leysingi Ingólfs, hafi séð bæinn rísa og ef til vill lagt hönd að verki, en Hofsstaðir eru skammt frá Vífilsstöðum og innan þess svæðis fyrir norðan Hraunholtslæk sem Ingólfur Arnarson ætlaði sjálfum sér umráð yfir. Sýnir nafnið að hér hafi staðið hof í heiðni, eins og t.d. skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson taldi, kannski hof sjálfs Þorsteins Ingólfssonar og niðja hans? Enginn mun nokkurn tíma vita með vissu.

Sýningin Aftur til Hofsstaða á Garðatorgi er opin alla daga frá 12-17,  tekið er á móti skólahópum í miðri viku frá 9-12.

#borginokkar