Jón Helgi Pálmason │Á meðan myndin dofnar

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
03, febrúar 2023 - 23, apríl 2023 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 11.00 - 22.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/ljosmyndasafn-reykjavikur
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á meðan myndin dofnar” er yfirskrift sýningar með ljósmyndum eftir Jón Helga Pálmason. Á sýningunni veltir Jón Helgi fyrir sér minningum og rannsakar þær flóknu tilfinningar sem liggja að baki þeim.

„Minningar eru flókin fyrirbæri. Það er svo margt sem spilar inn í þegar kemur að minningum. Sumt festist betur í minninu en annað og er alltaf ljóslifandi á meðan annað gleymist alfarið. Við höfum nánast enga stjórn á því heldur. Við höldum áfram að lifa, nýjar minningar verða til og aðrar gleymast á hverjum degi. Hvað verður um minningarnar sem við gleymum? Skiptu þær aldrei neinu máli?

Í sýningunni blandar Jón Helgi sínum eigin myndum saman við ljósmyndir úr fortíðinni til að gefa áhorfandanum innsýn í hvernig hann upplifir sínar persónulegu minningar á sjónrænan hátt. Með öðrum orðum – hvað hann sér þegar hann lokar augunum. Í hvert skipti birtist ný minning eða önnur svipmynd af henni. „Ég loka augunum, ég sé brosandi andlit ömmu minnar sitjandi í gamla góða hægindastólnum að prjóna enn eina ullarpeysuna. Ég sé snjókomu í næturmyrkrinu í gegnum bílglugga á 90 kílómetra hraða, við hlið mér er faðir minn, við sjáum ekki lengra en að næstu stiku….”

Ljósmyndir geta virkað eins og minningar!

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar