Naglinn | Gul Birta

Sólheimar 23, 104 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Sólheimum
05, janúar 2023 - 06, mars 2023 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 18.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/syningar/syning-naglinn-gul-birta
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Listaverkið Gul Birta eftir Elínu Þ. Rafnsdóttur er fyrsta verk ársins sem verður til sýnis á Naglanum í Borgarbókasafninu Sólheimum, frá 6. janúar fram í byrjun mars. Verkið er fengið að láni úr Artótekinu, sem er til húsa í Borgarbókasafninu Grófinni. Naglinn er heitið á sýningaröð í Borgarbókasafninu Sólheimum. Gul Birta er 13. sýningin í röðinni en hver sýning samanstendur af einu listaverki.

Elín hefur fjölbreyttan bakgrunn í myndlist og hefur meðal annars stundað listnám á Íslandi, í Danmörku, San Francisso og New Paltz í New York fylki. Hún hefur til að mynda lært höggmyndalist, grafíska miðlun og í FabLab. Verk hennar eru ýmist olíumálverk en einnig grafísk verk þar sem hún notast við einþrykk. Elín hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis, einnig hefur hún haldið einkasýningar hér á landi. Elín hefur kennt listnám við Fjölbrautarskólann í Breiðholti síðastliðin 30 ár, einnig hefur hún verið deildarstjóri á listnámsbraut skólans og ásamt því hefur hún tekið þátt í frumkvöðulsstarfi á vegum menntamálaráðuneytisins.

Bryndís Ómarsdóttir, starfsmaður í Sólheimasafni valdi verkið.

Áhugasamir geta keypt verkið eða leigt það á kaupleigu, þá eignast viðkomandi verkið þegar það hefur verið greitt upp. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja úr Artótekinu hvaða verk verður næst til sýnis á Naglanum.

Hægt er að leigja verkið Gul Birta á 3.000 kr. á mánuði eða kaupa á 95.000 kr.

Fyrir nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn og verkið á https://artotek.is/

Aðrar upplýsingar veita:
Lísbet Perla Gestsdóttir
lisbet.perla.gestsdottir@reykjavik.is | s. 411 6160
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir
holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | s. 411 6112

Svipaðir viðburðir

uppreisn
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar