Siljan | myndbandsgerð

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Grófinni
12, febrúar 2023
Opið frá: 13.30 - 15.30

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/born/siljan-myndbandsgerd
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Staðsetning: Verkstæðið, 5. hæð
Við bjóðum upp á skemmtilegt námskeið í myndbandsgerð með Leu í tengslum við Siljuna, árlega myndbandasamkeppni fyrir 5. – 10. bekk. Þátttakendur búa til stiklu um barna- eða unglingabók sem hefur komið út á síðustu tveimur árum.

Opnað verður fyrir skráningu 12. janúar: https://borgarbokasafn.is/vidburdir/born/siljan-myndbandsgerd

Myndbandakeppnin Siljan er samstarfsverkefni Barnabókaseturs Íslands og Borgarbókasafnsins og er hún haldin á hverju ári. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Siljan er opin nemendum í öllum skólum landsins og eru vegleg verðlaun í boði fyrir sigurmyndbandið í hverjum aldursflokki.
Lea Ævarsdóttir er kvikmyndaframleiðandi, handritshöfundur og hátíðarstjóri. Hún útskrifaðist frá New York Film Academy árið 2016 með MFA í sjónvarps-og kvikmyndaframleiðslu. Alla tíð síðan hefur hún verið að framleiða og skrifa handrit og finnst einstaklega gaman að horfa á góða kvikmyndir og þætti. Lea á 2 börn og er mjög mikið fyrir að hreyfa sig í ræktinni og útí í náttúrunni.
Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146

Svipaðir atburðir

Komdu að leika! | Árbæjarsafn
Christopher Taylor │ Nálægð
Músíktilraunir 2. undankvöld
Lífið á landnámsöld
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
Reykjavík ... sagan heldur áfram│Aðalstræti 10
Neyzlan – Reykjavík á 20. öld | Árbæjarsafn
Jón Helgi Pálmason │Á meðan myndin dofnar
Ada Stańczak keramikhönnuður í vinnustofudvöld
Músíktilraunir 1. undankvöld
Smiðja | Er órói í þér?
Kvikmyndakaffi | Aðlögun og ummyndanir

#borginokkar